Manuka hunang er sannkallað undraefni. Hunangið kemur frá býflugum í Nýja Sjálandi þar sem þær frjóvga svokölluð Te tré (tea tree). Hunangið er bakteríudrepandi og dregur úr bólgum í kringum sár.
Activon Tube
Sárasmyrsl úr 100% Manuka hunangi.
Activon Tube er sárasmyrsl úr 100% hunangi. Það er sótthreinsandi og bólgueyðandi smyrsl fyrir yfirborðsár, djúp sár, alvarlega sýkt sár, brunasár og sár eftir skurðaðgerð. Útrýmir einnig lykt frá illa lyktandi sárum. Smyrslið lækkar pH -gildi í sárinu þannig að bakteríur þrífast ekki eða fjölga sér.
Sótthreinsandi og bakteríudrepandi.
Lágt pH-gildi (3.2-4.5) skapar umhverfi þar sem bakteríur þrífast ekki.
Osmótísk áhrif hreinsa skemmdan og dauðan vef.
Viðheldur raka umhverfis sárið.
Fyrir enn betri árangur, notist með Actilite viscose grisju.

Actilite
Actilite plástrarnir eru einfaldlega magnaðir. Manuka hunangs fylltar Viscose grisjur sem eru fullkomnar á flest sár, stór og smá. Plástrarnir viðhalda sótthreinsun sársins og hafa græðandi áhrif.

Activon Manuka Honey Barrier Cream
Inniheldur 25% af Manuka hunangi og 99% innihaldsefna eru náttúruleg.
Kremið er áhrifarík vörn til að koma í veg fyrir rakatengdar húðskemmdir (MASD). Það gefur einnig raka og hjálpar til að draga úr eymslum og pirringi í húð. Róar húðina, þornar fljótt og myndar þunna himnu sem verndar gegn líkamsvökvum, svo sem svita, þvagi og hægðum.
Kremið er ætlað til notkunar á viðkvæmum húðsvæðum þar sem raki getur valdið ertingi og skemmdum á húð. Má einnig nota í kringum stóma.
Kremið er borið á í litlu magni á hreina húð og dugar lengi eða í allt að 24 tíma. Kremið þornar fljótt og skilur eftir sig gegnsæja himnu sem verndar húðina gegn raka.
Inniheldur ekki ilmefni, paraben eða falöt.
- Notið EKKI á ungbörn yngri en eins árs.
- Notið EKKI á rofna eða sýkta húð.
- Notið EKKI á opin sár eða djúp stungusár.
- Notið EKKI þar sem þekkt ofnæmi er fyrir innihaldsefnunum.

Manuka Fill
Manuka fill er undrakrem úr 100% hreinu Manuka hunangi. Kremið er notað á minni sár en það hefur sótthreinsandi eiginleika og styður gróður sársins.

Einnig er hægt að finna sögur af virkni manuka hunangs á síðu Advancis
