Fyrirtækið


Heildverslunin Aggva ehf. er stofnuð í apríl árið 2005. Tilgangur fyrirtækisins er að vera með góða og persónulega þjónustu.

Í byrjun lögðum við áherslu vörur fyrir augnlækna og sjóntækjafræðinga með tækjum frá Topcon, linsum, varahlutum í gleraugu, smáverkfæri fyrir gleraugnaverslanir og sportgleraugu.

Eftir sem árin árin liðu breyttust áherslur sumt datt út en í staðin komu aðrar vörur eins og augndropar frá Ursapharm (Hylo línan), sýnatökusett og hnífar frá KAI, Manuka hunangsáburður og grisjur, leppar fyrir börn með latt auga og ýmislegt fleira.

Í dag þjónustum við apótek, gleraugnaverslanir, læknastofur og sjúkrahús.

Við önnumst dreifingu sjálf og leggjum metnað í að vörur komist frá okkur sama dag og pantanir berast.

Umboð og dreifing

Topcon Healthcare (Rannsóknartæki)

B&S (Minni tæki og verkfæri, lesgleraugu, sundgleraugu með styrk og fl.)

Rudy project (Sport gleraugu)

Medilens (Augnþurrkur, HyloComod, HyloGel, HyloFresh, Hylo Dual Intense, VitaPos, Evotears) FCI

Stille (KAI Curette and Biopsy punch)

Medfour Manuka, Activon, Actilite, Eclipse and Siltape

Framtíðin er björt.