Um okkur


Heildverslunin Aggva ehf. er lítið fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í apríl árið 2005 af Elínu Ólafsdóttur. Fyrstu árin var Elín mest megnið ein í fyrirtækinu og sá um allt frá bókhaldi til afhendingu pantana og uppsetningu tækja. Í dag vinna Elín og tengdadóttir hennar, Vilborg Friðriksdóttir, saman að áframhaldandi rekstri og framþróun fyrirtækisins með hjálp Elísu Sólar Bjarnadóttur, barnabarns Elínar.

Í byrjun lögðum við áherslu vörur fyrir augnlækna og sjóntækjafræðinga með tækjum frá Topcon, linsum, varahlutum í gleraugu, smáverkfæri fyrir gleraugnaverslanir og sportgleraugu.

Eftir sem árin liðu breyttust áherslur. Sumar vörur duttu út en í staðinn komu aðrar vörur eins og augndropar frá Medilens (EYZ augnvörulínan), sýnatökusett og hnífar frá KAI, Manuka hunangsáburður og grisjur, leppar fyrir börn með latt auga og ýmsar fleiri vörur á heilbrigðissviði.

Í dag þjónustum við heilbrigðisstofnanir og stofur, apótek og gleraugnaverslanir ásamt því að halda úti lítilli vefverslun.

Við önnumst dreifingu sjálf og leggjum metnað í að vörur komist frá okkur fljótt og örugglega, helst sama dag og pantanir berast.

Umboð og dreifing

Topcon Healthcare (Rannsóknartæki)

B&S (Minni tæki og verkfæri, lesgleraugu, sundgleraugu með styrk og fl.)

Rudy project (Sport gleraugu)

Medilens (Augnþurrkur, EYZ Plus, EYZ Protect, EYZ Night og EYZ Clean)

Stille (KAI Curette and Biopsy punch)

Medfour (Manuka, Activon, Actilite, Eclipse and Siltape)

Framtíðin er björt.